Sunnudagur, 10. október 2010
Listamannalaun
Undarlegt er að hlusta á umræðu um listamannalaun eða heiðurslaun listamanna í kjölfar óheppilegra orða Ásbjörns Óttarssonar á þingi um daginn. Listaelítan, sem nota bene eru ekki hinu raunverulegu listamenn, reis upp á afturlappirnar, froðufellandi af reiði yfir ummælunum þingmannsins. Málið er að hann sagði kannski það sem meirihluti landsmanna hugsar (sjá frétt á Mbl). Í ljósi niðurskurðar á öllum sviðum þá er ekki ósanngjarnt að skorið sé niður á þeim sviðum sem við teljum til lúxus. Hvaða sanngirni er í því að skera niður t.d. starf hjúkrunarfræðings á Ísafirði en halda óbreyttum heiðurslaunum listamanna til handa þingmanns Vinstri grænna, Þráins Bertelssonar? Nei, ekki bara óbreyttum heldur skal bæta í til að halda í við verðlagsþróun.
Styrkjum unga listamenn sem eru að gera nýja og skemmtilega hluti, ekki gamla þingmenn eða aðra sem þiggja slík listamannalaun af gömlum vana. Við eigum að styrkja sprotafyrirtæki en ekki fyrirtæki sem komin eru í fullan rekstur.
Eldri færslur
Tenglar
RUV
Linkur á RUV
Áhugavert
Áhugaverðir tenglar
Sport
Íþróttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.