Sunnudagur, 10. október 2010
Háttvirtur og hæstvirtur
Ég hjó eftir ummælum þingmanns Hreyfingarinnar, Margrétar Tryggvadóttur, á mánudaginn sem sjónvarpað var að hún sagðist ætla að hætta að ávarpa þingmenn og ráðherra með orðnum Háttvirtur og Hæstvirtur. Menn yrðu sko að vinna sér inn slíka upphefð áður en þeir yrðu ávarpaðir með slíkum orðum. Gott og vel.
Málið er bara að hér er ekki verið að ávarpa persónuna sem er í viðkomandi embætti, eins og þingmanna eða ráðherra, heldur embættið sjálft. Það er það sem virðing á að vera borin fyrir. Það er dæmigert um sjálfhverfi þingmannsins og eflaust annarra þingmanna að þeir haldi að það sé verið að tala til þeirra eigin persóna. Við eigum að bera virðingu fyrir þinginu, þeirri hugmyndafræði sem felst í þjóðkjörnu þingi og lýðræðinu, og svo þingsætinu sem slíku. Þingmenn sem sitja á þingi í dag hafa ekki hjálpað til við auka þá virðingu.
Virðingu eiga allir að hafa sem persónur, hvorki meiri eða minni þó þeir séu þingmenn eða ráðherrar. Virðingu skal einnig bera fyrir lýðræðinu, þinginu sem stofnun og þingsætinu sem embætti.
Eldri færslur
Tenglar
RUV
Linkur á RUV
Áhugavert
Áhugaverðir tenglar
Sport
Íþróttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- 6,9 stiga skjálfti á Reykjaneshrygg
- Sigdalur myndaðist við Litla-Skógfell
- Mál Íslendinganna í rannsókn: Mun taka tíma
- Landsnet viðbúið því að hraun slíti Suðurnesjalínu 1
- Vægari dómur fyrir að myrða konu í heimahúsi en úti á götu
- Ýjar að Ásthildi Lóu hafi verið fórnað
- Missti líklega stjórn á jepplingnum í hálku
- Þorum ekki alveg að segja það strax að þetta sé búið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.