Miðvikudagur, 13. október 2010
Niðurfærsla lána
Nú er verið að tala um almenna niðurfærslu lána og að lánastofnanir eða lífeyrissjóðirnir munu ekki hafa efni á að taka þann skell.
En ég spyr bara eins og fávís karlmaður, hvernig má það vera? Verðtryggðu lánin okkar hækka út af verðtryggingu, þ.a. ef verðtryggingin hefur hækkað lánið mitt um 20% síðustu 12 mánuðina þá hefur lánveitandinn "grætt" eða fengið þessa 20% viðbót á höfuðstólinn á þessum 12 mánuðum. Af hverju er þá ekki hægt að bakka og taka þessi 20% til baka og staðan er sú sama fyrir alla eins og hún var fyrir 12 mánuðum??
Af hverju er alltaf talað um að lánastofnanir séu af fá skell eða tap ef þessi niðurfærsla eigi sér stað? Hverju eru þær að tapa? Eru þær ekki að tapa því sem þau voru búin að græða?
Þetta er eins og eiga hlutabréf eða húsnæði. Virði íbúðar minnar er það sem ég sel hana á þegar ég sel hana, ekki það sem ég les um að ég gæti fengið fyrir íbúðina. Ef í ætla að búa í sama húsnæði næstu 10 árin og ég les í blöðunum og sé á fasteignasölum að íbúðaverð sé að hækka um einhver prósent á hverju ári þá er það ekki hagnaður minn. Svo þegar ég sel þá er verðið lægra en búið vara að segja mér, er ég það að tapa??
Sama á við um þessi lán. Lánveitandinn var aldrei búinn að hagnast um þessi 20%, það var bara bóla.
Eldri færslur
Tenglar
RUV
Linkur á RUV
Áhugavert
Áhugaverðir tenglar
Sport
Íþróttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.