Mánudagur, 7. maí 2007
Samhengi hlutanna
Sunnudaginn 4. maí birtist grein eftir Örnólf Thorlacius í Morgunblaðinu undir heitinu "Loftmengun í loftferðum". Þetta er mjög fræðandi og áhugverð grein sem ég hvet menn til að lesa.
Örnólfur segir í grein sinni að dæmigerð farþegaþota á leið yfir Atlantshafið losi um 140 tonn af koltvíoxið (CO2) aðra leiðina eða 280 fram og til baka. Þar utan losar vélin um 100 kíló af kolsýrlingi, 70 kg af nituroxíðum og 50 kg af brennisteinstvíoxið.
Einnig kemur fram í grein Örnólfs að mengunn í háloftunum sé allt að fjórum sinnum skaðlegri en af sömu efnum á jörðu niðri. Þar af leiðandi samsvara þessi 280 tonn af CO2 sem flugvélin losar, um 1.120 tonnum losuðum á jörðu niðri.
Gefum okkur nú að Flugleiðir fljúgi að meðaltali fjórum sinnum á dag til Bandaríkjanna, alla daga ársins. Þá jafngildir heildarlosun þessarar flugumferðar, til rúmlega 1,6 milljónum tonna losuðum á jörðu niðri!
Þá er komið að samhengi hlutanna. Fyrir hvert framleitt tonn af áli losna um 1,5 tonn af CO2 . Áætluð heildar framleiðsla áls á Íslandi 2007 er um 750.000 tonn. Það þýðir um 1,1 milljón tonn af CO2 fara út í umhverfið.
Heilu flokkarnir hafa í stefnuskrá sinni að stoppa alla álframleiðlsu á Íslandi og bera hag umhverfisins í brjósti. Gott og vel, ekkert í sjálfu sér athugavert við að hafa þá skoðun. En, hafa þessir sömu flokkar í sinni stefnuskrá að stöðva allt millilandaflug á sama tíma? Nei, þvert á móti er framtíð Íslands og íslendinga fólgin í fleiri ferðamönnum að þeirra mati. Allir mun þeir koma í flugvélum því lítið er um ferðamenn á seglskútum.
Menn verða vera samkvæmir sjálfum sér til að teljast trúverðugir.
Eldri færslur
Tenglar
RUV
Linkur á RUV
Áhugavert
Áhugaverðir tenglar
Sport
Íþróttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.