Leita í fréttum mbl.is

Refsivert að gera ekki neitt !

Ég veit ekki í hvaða draumaveröld þessi ríkistjórn er. Dæmigert var þegar mótmælin voru á Austurvelli um daginn þá kepptust stjórnarþingmenn að útskýra hverju var verið að mótmæla. Það var ekki verið að mótmæla ríkistjórninni eða ráðaleysi þeirrar stjórnar. Það var verið að mótmæla svo mörgu öðru eins og Landsdómi, vanda heimilanna, atvinnuleysi, bönkunum, Jóni Ásgeiri o.s.frv. os.frv. Þannig að ríkistjórnin þurfti ekkert að taka þetta til sín, það var ekki verið að mótmæla þeim!!!

Þetta sama fólk var aftur á móti með aðra skýringu veturinn 2008-2009 þegar fyrri ríkistjórn fór frá. Þá var verið að mótmæla ríkisstjórninni. Ég sé engan mun á þessum mótmælum og þeim fyrri, nema þó það að núna er venjulegt fólk að mótmæla, fjölskyldur sem halda þessu landi gangandi með vinnu sinni og sköttum.

Málið er bara að þegar stjórnmálamenn komast úr stjórnarandstöðu og í stjórn breytast þeir og verða eins og Ragnar Reykás. Dæmi eru eins og Steingrímur og AGS, hvernig hann talaði gegn því áður en hann vað ráðherra, Ögmundur sem froðufelldi þegar Guðlaugur fyrrverandi heilbrigðisráðherra boðaði niðurskurð og aðhald á þeim bæ í fyrri ríkistjórn og þannig mætti lengi telja.

Ég segi því, burt með þessa ríkistjón og allt þingið og fáum fólk til að stjórna þessu landi sem aldrei hefur setið á þingi, aldrei komið nálægt pólitík hjá ríkinu eða sveitarfélögum. Fáum hæfa stjórnendur, sem nóg er til af, til að koma þessu landi í gang aftur, til að nýta auðlindir þessa hvort sem er um að ræða einstaklinga eða landsins gæði.

Maður er orðinn létt þreyttur að horfa á Steingrím og Jóhönnu í sjónvarpinu í sama starfinu í 30 ár og segja svo í dag að þau beri enga ábyrgð á því ástandi sem við stöndum frammi fyrir í dag.

Það að gera ekki neitt er mikil ábyrgð og getur verið refsivert. Það er það sem þessi ríkistjórn er að að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Staðarhaldari

Emil Hilmarsson
Emil Hilmarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 138

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband