Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Refsivert að gera ekki neitt !

Ég veit ekki í hvaða draumaveröld þessi ríkistjórn er. Dæmigert var þegar mótmælin voru á Austurvelli um daginn þá kepptust stjórnarþingmenn að útskýra hverju var verið að mótmæla. Það var ekki verið að mótmæla ríkistjórninni eða ráðaleysi þeirrar stjórnar. Það var verið að mótmæla svo mörgu öðru eins og Landsdómi, vanda heimilanna, atvinnuleysi, bönkunum, Jóni Ásgeiri o.s.frv. os.frv. Þannig að ríkistjórnin þurfti ekkert að taka þetta til sín, það var ekki verið að mótmæla þeim!!!

Þetta sama fólk var aftur á móti með aðra skýringu veturinn 2008-2009 þegar fyrri ríkistjórn fór frá. Þá var verið að mótmæla ríkisstjórninni. Ég sé engan mun á þessum mótmælum og þeim fyrri, nema þó það að núna er venjulegt fólk að mótmæla, fjölskyldur sem halda þessu landi gangandi með vinnu sinni og sköttum.

Málið er bara að þegar stjórnmálamenn komast úr stjórnarandstöðu og í stjórn breytast þeir og verða eins og Ragnar Reykás. Dæmi eru eins og Steingrímur og AGS, hvernig hann talaði gegn því áður en hann vað ráðherra, Ögmundur sem froðufelldi þegar Guðlaugur fyrrverandi heilbrigðisráðherra boðaði niðurskurð og aðhald á þeim bæ í fyrri ríkistjórn og þannig mætti lengi telja.

Ég segi því, burt með þessa ríkistjón og allt þingið og fáum fólk til að stjórna þessu landi sem aldrei hefur setið á þingi, aldrei komið nálægt pólitík hjá ríkinu eða sveitarfélögum. Fáum hæfa stjórnendur, sem nóg er til af, til að koma þessu landi í gang aftur, til að nýta auðlindir þessa hvort sem er um að ræða einstaklinga eða landsins gæði.

Maður er orðinn létt þreyttur að horfa á Steingrím og Jóhönnu í sjónvarpinu í sama starfinu í 30 ár og segja svo í dag að þau beri enga ábyrgð á því ástandi sem við stöndum frammi fyrir í dag.

Það að gera ekki neitt er mikil ábyrgð og getur verið refsivert. Það er það sem þessi ríkistjórn er að að gera.


Niðurfærsla lána

Nú er verið að tala um almenna niðurfærslu lána og að lánastofnanir eða lífeyrissjóðirnir munu ekki hafa efni á að taka þann skell.

En ég spyr bara eins og fávís karlmaður, hvernig má það vera? Verðtryggðu lánin okkar hækka út af verðtryggingu, þ.a. ef verðtryggingin hefur hækkað lánið mitt um 20% síðustu 12 mánuðina þá hefur lánveitandinn "grætt" eða fengið þessa 20% viðbót á höfuðstólinn á þessum 12 mánuðum. Af hverju er þá ekki hægt að bakka og taka þessi 20% til baka og staðan er sú sama fyrir alla eins og hún var fyrir 12 mánuðum??

Af hverju er alltaf talað um að lánastofnanir séu af fá skell eða tap ef þessi niðurfærsla eigi sér stað? Hverju eru þær að tapa? Eru þær ekki að tapa því sem þau voru búin að græða?

Þetta er eins og eiga hlutabréf eða húsnæði. Virði íbúðar minnar er það sem ég sel hana á þegar ég sel hana, ekki það sem ég les um að ég gæti fengið fyrir íbúðina.  Ef í ætla að búa í sama húsnæði næstu 10 árin og ég les í blöðunum og sé á fasteignasölum að íbúðaverð sé að hækka um einhver prósent á hverju ári þá er það ekki hagnaður minn. Svo þegar ég sel þá er verðið lægra en búið vara að segja mér, er ég það að tapa??

Sama á við um þessi lán. Lánveitandinn var aldrei búinn að hagnast um þessi 20%, það var bara bóla.


Háttvirtur og hæstvirtur

Ég hjó eftir ummælum þingmanns Hreyfingarinnar, Margrétar Tryggvadóttur, á mánudaginn sem sjónvarpað var að hún sagðist ætla að hætta að ávarpa þingmenn og ráðherra með orðnum Háttvirtur og Hæstvirtur. Menn yrðu sko að vinna sér inn slíka upphefð áður en þeir yrðu ávarpaðir með slíkum orðum. Gott og vel.Alþingi

Málið er bara að hér er ekki verið að ávarpa persónuna sem er í viðkomandi embætti, eins og þingmanna eða ráðherra, heldur embættið sjálft. Það er það sem virðing á að vera borin fyrir. Það er dæmigert um sjálfhverfi þingmannsins og eflaust annarra þingmanna að þeir haldi að það sé verið að tala til þeirra eigin persóna. Við eigum að bera virðingu fyrir þinginu, þeirri hugmyndafræði sem felst í þjóðkjörnu þingi og lýðræðinu, og svo þingsætinu sem slíku.  Þingmenn sem sitja á þingi í dag hafa ekki hjálpað til við auka þá virðingu.

Virðingu eiga allir að hafa sem persónur, hvorki meiri eða minni þó þeir séu þingmenn eða ráðherrar. Virðingu skal einnig bera fyrir lýðræðinu, þinginu sem stofnun og þingsætinu sem embætti.


Listamannalaun

Undarlegt er að hlusta á umræðu um listamannalaun eða heiðurslaun listamanna í kjölfar óheppilegra orða Ásbjörns Óttarssonar á þingi um daginn. Listaelítan, sem nota bene eru ekki hinu raunverulegu listamenn, reis upp á afturlappirnar, froðufellandi af reiði yfir ummælunum þingmannsins. Málið er að hann sagði kannski það sem meirihluti landsmanna hugsar (sjá frétt á Mbl). Í ljósi niðurskurðar á öllum sviðum þá er ekki ósanngjarnt að skorið sé niður á þeim sviðum sem við teljum til lúxus. Hvaða sanngirni er í því að skera niður t.d. starf hjúkrunarfræðings á Ísafirði en halda óbreyttum heiðurslaunum listamanna til handa þingmanns Vinstri grænna, Þráins Bertelssonar? Nei, ekki bara óbreyttum heldur skal bæta í til að halda í við verðlagsþróun.

Styrkjum unga listamenn sem eru að gera nýja og skemmtilega hluti, ekki gamla þingmenn eða aðra sem þiggja slík listamannalaun af gömlum vana. Við eigum að styrkja sprotafyrirtæki en ekki fyrirtæki sem komin eru í fullan rekstur.


Staðarhaldari

Emil Hilmarsson
Emil Hilmarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband