Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Forgjöf GR-inga

Forgjöf 30% GR-inga var leiðrétt núna í byrjun sumars. Þessi leiðrétting hefur farið fyrir brjóstið á mörgum meðlimum annarra klúbba. Þeir segja, "hvaða réttlæti er það að GR-ingar fái hærri forgjöf á þeirra völlum?".  Málið er einfalt. Vallarmat Korpu og Grafarholts var rangt. Nú er það rétt. Rétt skal vera rétt. 

Tökum dæmi um mann sem keppt hefur í 80 kg þyngdarflokki í boxi eða júdó. Nú kemur í ljós að vigtin sem hann var mældur með í sínu heimafélagi hefur verið biluð en nú er búið að laga hana og skv henni er hann í öðrum þyngdarflokki, léttari. Á hann þá að keppa í nýja flokknum í innanfélagsmótum en þegar hann fer annað skal hann keppa áfram  í gamla flokknum? Eða eins og Keilismenn í Hafnarfirði myndu segja, hann skal bara borða og þyngja sig?

 


Jafnrétti

Í kosningunum 2003 voru  73% fleiri atkvæði á bak við hvern þingamann í Kraganum (Suðvesturkjördæmi) en á bak við þingmann sem kom úr Norðvesturkjördæmi. Í Reykjavík  voru það þó aðeins 65% !

Í núverandi kosningum hefur þetta misræmi enn aukist vegna fjölgunar á suðvestur horninu. Nú þarf um 70% fleiri atkvæði á bak við einn þingmann í Reykjavík en í Norðvesturkjördæmi. Hvert atkvæði í Kraganum er aðeins hálfdrættingur á við atkvæði greitt þingmanni úr Norðvesturkjördæmi..

Hvar er jöfnuðurinn í því? Enginn flokkur sem býður til Alþingis nefnir þetta í dag eða hefur í stefnuskrá sinni. Að mínu mati er grundvallarmannréttindi að allir þegnar lýðræðisríkis hafi jafnan atkvæðisrétt, ekki síður en að konur og karlar fái sömu laun fyrir sama vinnuframlag.  Það myndi væntanlega heyrast í einhverjum ef vægi kvenatkvæða væri t.d. aðeins 50% af vægi karlatkvæða!

 Þingmenn 

Á kjörskrá 2003

Á kjörskrá 2007

Fjölgun

 

Atkvæði á þingmann 2007

Hlutfall 2007

Hlutfall 2003

Norðvesturkjördæmi9 21.22121.126-0,45% 2.3471,001,00
Norðausturkjördæmi10 27.31627.8882,09% 2.7891,191,16
Suðurkjördæmi10 28.37430.5977,83% 3.0601,301,20
Suðvesturkjördæmi12 48.85754.58411,72% 4.5491,941,73
Reykjavík norður11 42.78743.7752,31% 3.9801,701,65
Reykjavík suður11 42.73443.3981,55% 3.9451,681,65
63

Taflan sýnir hlutfall atkvæða á bak við þingmann þar sem grunnurinn er 1 á bak við þingmann í Norðvesturkjördæmi.

Heimild: Kosning.is

 


Samhengi hlutanna

Sunnudaginn 4. maí birtist grein eftir Örnólf Thorlacius í Morgunblaðinu undir heitinu "Loftmengun í loftferðum". Þetta er mjög fræðandi og áhugverð grein sem ég hvet menn til að lesa.

Örnólfur segir í grein sinni að dæmigerð farþegaþota á leið yfir Atlantshafið losi um 140 tonn af koltvíoxið (CO2) aðra leiðina eða 280 fram og til baka. Þar utan losar vélin um 100 kíló af kolsýrlingi, 70 kg af nituroxíðum og 50 kg af brennisteinstvíoxið.

c_gogn-eh_blog_plane.jpgEinnig kemur fram í grein Örnólfs að mengunn í háloftunum sé allt að fjórum sinnum skaðlegri en af sömu efnum á jörðu niðri. Þar af leiðandi samsvara þessi 280 tonn af CO2 sem flugvélin losar, um 1.120 tonnum losuðum á jörðu niðri.

Gefum okkur nú að Flugleiðir fljúgi að meðaltali fjórum sinnum á dag til Bandaríkjanna, alla daga ársins. Þá jafngildir heildarlosun þessarar flugumferðar, til rúmlega 1,6 milljónum tonna losuðum á jörðu niðri!

Þá er komið að samhengi hlutanna. Fyrir hvert framleitt tonn af áli losna um 1,5 tonn af CO2 . Áætluð heildar framleiðsla áls á Íslandi 2007 er um 750.000 tonn. Það þýðir um 1,1 milljón tonn af CO2 fara út í umhverfið.

Heilu flokkarnir hafa í stefnuskrá sinni að stoppa alla álframleiðlsu á Íslandi og bera hag umhverfisins í brjósti. Gott og vel, ekkert í sjálfu sér athugavert við að hafa þá skoðun.  En, hafa þessir sömu flokkar í sinni stefnuskrá að stöðva allt millilandaflug á sama tíma? Nei, þvert á móti er framtíð Íslands og íslendinga fólgin í fleiri ferðamönnum að þeirra mati. Allir mun þeir koma í flugvélum því lítið er um ferðamenn á seglskútum.

Menn verða vera samkvæmir sjálfum sér til að teljast trúverðugir.

 


Kosningar í nánd

Senn líður að kosningum og þurfa menn að gera upp við sig hvernig stjórnvöld menn vilja hafa hér næstu fjögur  árin.  Hvort menn eru grænir, bláir eða rauðir, þarf fólk að staldra við og spyrja sjálft sig: þarf að breyta, breytinganna vegna og munu lífskjör batna eða versna með nýrri stjórn? Allir flokkar eru með stór og fögur loforð sem enginn þeirra getur staðið við að fullu þegar á hólminn er komið þar sem þeir verða aldrei einir í ríkisstjórn. Samstarfsflokkurinn (eða flokkarnir) munu alltaf verða til þessa að fínu loforðin ná ekki fram að ganga og hvorum öðrum er kennt um.

Hvaða pakki kemur þá út úr stjórnarsamstarfi 3 til 4 flokka? Mín skoðun er, höldum okkur við hámark tvo flokka í stjórn. Best væri, að á kæmist eins flokka stjórn, þ.a. að eftir kjörtímabilið stæði slíkur flokkur eða félli með gjörðum sínum og engum öðrum um að kenna.

Mætum á kjörstað, kjósum Eika Hauks.


Staðarhaldari

Emil Hilmarsson
Emil Hilmarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband