Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Álver í Helguvík

Yfirleitt leitast einstaklingar og fyrirtæki eftir því að fylgja öllum lögum og reglum sem sett eru við stofnun og rekstur fyrirtækja og því þykir mér það skjóta nokkuð skökku við að þegar það er gert þá komi misvitrir stjórnmálamenn fram á völlinn og vilja breyta öllu saman. Þá eiga að gilda einhverjar aðrar og nýjar reglur.

Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi var í Kastljósi í kvöld og skrifar á blogg sitt um þetta mál. Það eru nokkrar rangfærslur hans bloggi. Þar segir hann t.d. að hlutfall kvenna í álveri Norðuráls á Grundartanga sé 16% sem er rangt. Það skiptir svo sem ekki máli í sjálfu sér  hvert hlutfallið er núna. Á morgun getur það verið allt annað. Í álveri Alcan í Straumsvík voru t.d. ráðnar fleiri konur en karlar til afleysinga 2006.  Það fer m.a. eftir atvinnutækifærum á svæðinu í hvert skipti.  Í álveri geta bæði konur og karlar unnið óháð líkamlegs atgervis.

Svo er Dofri að reyna að vera sniðugur og tönglast á það eigi að byggja hálver.  Hvað kallaði hann þá álver Norðuráls á Grundartanga þegar það hóf framleiðslu, 1998, upp á 60þ tonn? Eða álverið í Straumsvík upp á um 170þ tonn? Einhverstaðar verður að byrja. Ef Dofri hefur svona miklar áhyggjur á að ekki fáist raforka fyrir stærra álveri, því gleðst hann þá ekki yfir því. Þá verður væntanlega ekki stækkað.

Einnig bendir hann á að ekki sé vitað hvort álverið fái losunarheimildir. Ég man ekki betur að Umhverfisráðherra hefði sagt á sínum tíma þegar losunarheimildum var úthlutað síðast, að verkefnið væri komið of stutt á veg til að hægt væri að úthluta.  Hvernig eiga fyrirtæki í þessu landi að geta gert plön ef fylgja á svona hundalogik.  

Einnig er ég nokkuð viss um að Dofri er til í að leggja raflínur um allt Reykjanes ef á hinum endanum er netþjónabú. Varðandi hagstjórnina sem Dofri nefnir þá vil ég bara segja þetta. Fyrirtæki gera áætlanir einhver ár fram í tímann og staðan í dag verður  örugglega ekki sú sama og eftir ár eða tvö. Því þarf að plana og byggja í dag sem á að skila tekjum á morgun, ekki öfugt. Hér á landi eru men sem framkvæma og aðrir sem bara tala.

Dofri er varaborgarfulltrúi okkar Reykvíkinga og ætti frekar að líta sér nær.  Þegar ég kem akandi frá Suðurnesjum eða að norðan í stillu þá liggur yfirleitt áberandi gul slæða mengunar yfir borginni, sem Dofri dreymir um að fá að stjórna.  

Staðarhaldari

Emil Hilmarsson
Emil Hilmarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 139

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband