Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Úrkynjun einkavæðingar

Jæja, nú á maður loks banka eins og hinir útvöldu.

Það er ansi kaldhæðnislegt að sjá eigendur Glitnis kvarta yfir því að þurfa að koma með alvöru tryggingar fyrir því að notaðir séu okkar peningar til að koma þeim úr vandræðum.  Veit ekki betur að ef maður tekur lán í banka þurfi maður að sýna fram á ansi góðar tryggingar. Ég  tala nú ekki um fyrir kaupum á hlutabréfum. Ef þau lækka í verði og veð banka er í þeim þá eru þeir fljótir að kalla eftir nýjum veðum eða taka bara bréfin upp í skuldina. Hver er munurinn. Eigum við ekki að gera sömu kröfu til þessara aðila eins og þeir til okkar. Það kemur kannski vel á vondan.

Peningarnir sem snarað var úr ríkissjóði (mínir peningar m.a.) samsvara því að hver 4 manna fjölskylda greiði eina milljón. Ég veit ekki með aðra, en ég er ekki til í að lána Glitni, Baugi, Stoðum eða Jóni Ásgeiri eina milljón nema ég fá eitthvað á móti. Ég tel það reyndar mjög rausnarlegt að þeir haldi þó 25% eftir.  Svo koma þessir eigendur og gráta yfir því að bankanum hafi verið stolið af þeim.  Spurningin er frekar hver stelur af hverjum. Eru bankarnir ekki búnir að "stela" ansi miklu af okkur í formi þjónustugjalda, vaxta og yfirdráttarvaxta.  Það er sem sagt í lagi að stela litlu í einu, ef maður geri það bara nógu oft

Annars á, að mínu mati, einkavæðing banka og annarra fyritækja á að snúast um að einstaklingar (margir) eignist fyrirtæki og rekstur, ekki einstaklingur. Ekki nógu ríkur?

Vandamálið að mínu mati er að einkavæðing hefur snúist upp í andhverfu sína. Ég er ekki á móti einkavæðingu, síður en svo. Einkavæðing getur þó endað eins og ríkisvæðing, að einn eða fáir eigi allt.   Þá sé ég ekki mun á því hvort ríkið eigi hlutinn eða einkaaðili.  Þetta verður þá eins og þegar dýr (eða menn) tímgast í litlum hópum eða samfélögum og allir eru undan hvor öðrum. Samfélagið úrkynjast og deyr að lokum.

Til að einkavæðing gangi upp þarf því almennilegar leikreglur sem hægt er að fylgja eftir og menn skilja. Ekki ónýtar reglur, sem aðeins þeir allra ríkustu hafa efni á að ráða þá dýrustu lögfræðinga til að sveigja og beygja.

 

 

 

 

 

 

 


Staðarhaldari

Emil Hilmarsson
Emil Hilmarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband