Leita í fréttum mbl.is

Jafnrétti

Í kosningunum 2003 voru  73% fleiri atkvæði á bak við hvern þingamann í Kraganum (Suðvesturkjördæmi) en á bak við þingmann sem kom úr Norðvesturkjördæmi. Í Reykjavík  voru það þó aðeins 65% !

Í núverandi kosningum hefur þetta misræmi enn aukist vegna fjölgunar á suðvestur horninu. Nú þarf um 70% fleiri atkvæði á bak við einn þingmann í Reykjavík en í Norðvesturkjördæmi. Hvert atkvæði í Kraganum er aðeins hálfdrættingur á við atkvæði greitt þingmanni úr Norðvesturkjördæmi..

Hvar er jöfnuðurinn í því? Enginn flokkur sem býður til Alþingis nefnir þetta í dag eða hefur í stefnuskrá sinni. Að mínu mati er grundvallarmannréttindi að allir þegnar lýðræðisríkis hafi jafnan atkvæðisrétt, ekki síður en að konur og karlar fái sömu laun fyrir sama vinnuframlag.  Það myndi væntanlega heyrast í einhverjum ef vægi kvenatkvæða væri t.d. aðeins 50% af vægi karlatkvæða!

 Þingmenn 

Á kjörskrá 2003

Á kjörskrá 2007

Fjölgun

 

Atkvæði á þingmann 2007

Hlutfall 2007

Hlutfall 2003

Norðvesturkjördæmi9 21.22121.126-0,45% 2.3471,001,00
Norðausturkjördæmi10 27.31627.8882,09% 2.7891,191,16
Suðurkjördæmi10 28.37430.5977,83% 3.0601,301,20
Suðvesturkjördæmi12 48.85754.58411,72% 4.5491,941,73
Reykjavík norður11 42.78743.7752,31% 3.9801,701,65
Reykjavík suður11 42.73443.3981,55% 3.9451,681,65
63

Taflan sýnir hlutfall atkvæða á bak við þingmann þar sem grunnurinn er 1 á bak við þingmann í Norðvesturkjördæmi.

Heimild: Kosning.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Staðarhaldari

Emil Hilmarsson
Emil Hilmarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband