Leita í fréttum mbl.is

Gefum blóð

Að gefa blóð er gott. Mér finnst að allir sem geta gefið blóð eigi að gefa blóð. Blóðbankinn á að gera meira að því að hvetja menn til að gefa blóð. Það að fá kaffi og með því á eftir, er ágætt en í sjálfu sér óþarfi. Að mínu mati ætti Blóðbankinn  frekar að "verðlauna" menn sem gefa blóð reglulega með t.d. ýtarlegri skoðun, svona einskonar heilsutékki. Þannig gætu menn gefið blóð reglulega og fengið stöðumat á eigin heilsu, t.d. á 3 ára fresti eða eftir hverjar 10 blóðgjafir.

Annað sem Blóðbankinn má mikið bæta en það er upplýsingagjöf á heimasíðu. Þar þarf að vera hægt á einfaldan og fljótlegan hátt, fengið úr því skorið hvort viðkomandi sé liðtækur til blóðgjafar.  Ég hef gefið blóð í einhverja tugi skipta. Tvisvar hefur komið fyrir að ég hef ekki mátt gefa vegna ferðalaga erlendis. Í bæði skiptin var um ferðir til landa sem alla jafna má gefa blóð eftir heimsókn til. Ástæðurnar voru þá tilteknar borgir í viðkomandi landi annarsvegar, og tilteknir mánuðir í hinu landinu, hinsvegar. Hvorugt var tekið fram á heimasíðu Blóðbankans á þeim tíma. Í bæði skiptin er maður að gera sér ferð til að gefa blóð, bíða á biðstofu og vera svo snúið frá. Slíkt væri hægt að koma í veg fyrir með ýtarlegri upplýsingum á heimasíðu.blodgjof

Síðast tilraun mín til að gefa blóð var þó með endemum. Útkall frá blóðbankanum þann daginn og ég tilbúinn að stökkva. Ég hafði farið í speglun á hné og liðþófaaðgerð 6 vikum áður. Ég fór á heimasíðu Blóðbankans en fann ekki upplýsingar um nákvæmlega slíka aðgerð. Þó sagði að speglanir á ristli, maga o.þ.h þyrfti að líða 6 mánuðir og minni aðgerðir 3 mánuðir. Til að vera viss þá sendi ég póst, að fyrri reynslu,  á Blóðbankann og fékk þau svör að líða þyrftu tvær vikur. Bingó, ég bruna af stað og mæti á svæðið. Úff, ansi margir að gefa í dag, þannig að biðin varð löng. Eftir slatta af  djús og kaffiþambi og tveggja tíma lestur allra blaða og tímarita á svæðinu þá var loks komið að mér.  Þá var mér tjáð að ég mætti ekki gefa því líða þyrfti 3 mánuðir. Bömmer

Hvaða skilaboð eru þetta? Eiga menn bara að segja nei við öllum spurningum um heilsufar og gefa svo bara. Það er göfugt að gefa blóð en flestir þurfa að vinna líka og hafa kannski ekki tíma til að vera margar klukkustundir í burtu við slíka athöfn.

Hér verður Blóðbankinn að taka sig á. Það er hægt á einfaldan hátt eins og áður er sagt. Betri og einfaldari upplýsingar á heimasíðuna og tengil sem hægt er að senda fyrirspurn sem svarað er inna klukkutíma. Slíkt myndi spara öllum tíma og vinnu, bæði starfsfólki Blóðbankans og blóðgjöfum. Ég veit að það er aldrei alveg hægt að koma í veg fyrir allar óþarfa komur en allavega að fækka þeim til muna.

 Ég hætti ekki að gefa blóð út af þessu en það líður kannski eitthvað aðeins lengri tími þar til að ég gef næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hæ. Ég þekki þig ekki neitt en vildi þó segja að ég er alveg sammála þér. Það er mjög göfugt ð gefa blóð en það verður aðeins að koma til móts við fólkið sem það gerir svo það gefist bara ekki upp. Ég get annars ekki gefið blóð lengur. Fékk yfirleitt sjokk þegar ég gaf – hef ekki hugmynd um af hverju. Loks var mér sagt að prófa að gefa ekki í einhvern tíma og athuga hvort þetta lagast. Hef ekki farið síðan.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.1.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Staðarhaldari

Emil Hilmarsson
Emil Hilmarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 138

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband